Veitingar og veislur allt árið

Viðeyjarstofa býður uppá eins einstæð salarkynni fyrir brúðkaup, árshátíðir, fundi, veislur, jólahlaðborð og aðrar samkomur

Viðeyjarstofa er tilvalinn staður til að koma saman og njóta veitinga í rólegu og notarlegu umhverfi. Yfir sumartímann eru daglegar áætlunarferðir og boðið uppá ýmsar kaffiveitingar. Yfir vetrartímann eru reglulegar siglingar um helgar.
Veislur, fundir og brúðkaupsveislur eru í boði allt árið í kring og rúmar húsið allt að 150 manns í sæti.

Gallery Restaurant – Hótel Holti sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu og hafa gert frá apríl 2010.
Eyjan hefur uppá margt að bjóða, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Óvissuferðir sem innihalda siglingu, leiðsögn um eyjuna og góð máltíð í góðra vina hópi líður sjaldan úr minni.

Hópefli - óvissuferð - fjölskyldumót

Viðeyjarstofa aðstoðar þig við að skipuleggja hópefli fyrir hópinn þinn. Nánari upplýsingar

Endilega hafið samband við okkur fáið tilboð í afmælisveisluna, brúðkaup, jólasamkomu, óvissuferð, ættarmót eða annað.

title